TikTok LogoTikTok Logo
Skilyrði fyrir dreifingu á fyrir þig

Skilyrði fyrir dreifingu á fyrir þig

Birta 17. apríl 2024

Tekur gildi 17. maí 2024

Fyrir þig straumurinn er einstakur eiginleiki TikTok þar sem sérsniðið tillögukerfi er nýtt til að auðvelda þér að finna fjölbreytt efni, höfunda og efnisatriði. Til að ákvarða hverju er mælt með tekur kerfið mið af þáttum svo sem hvað hefur verið líkað við, hverju hefur verið deilt, athugasemdum, fjölbreytni efnis og vinsælum myndskeiðum. Kynntu þér betur tillögukerfið og verkfæri til að sérsníða tillögur.

Tiltekið efni getur verið í lagi ef horft er á það af og til, en orðið að vandamáli ef horft er á það aftur og aftur. Þetta getur t.d. verið efni sem tengist mataræði, öfgakenndri líkamsrækt, kynferðislegri tvíræðni, depurð (svo sem yfirlýsingar um vonleysi eða deiling tilvitnana sem lýsa depurð) og yfirborðslegum upplýsingum um geðheilsu (svo sem spurningalista sem fullyrt er að hafi greiningarvægi). Slíkt efni gæti verið leyft á fyrir þig straumnum en við munum rjúfa mynstur síendurtekins áhorfs til að tryggja að efnið sé ekki skoðað of oft. Kynntu þér hvernig við nálgumst verndun og fjölbreytni tillagna.

Skilyrðin sem við notum til að skilgreina hvað er leyft til dreifingar á fyrir þig straumnum miða að því að hafa öryggi í forgangi og tengjast fjölbreytni samfélagsins okkar og menningarlegum siðvenjum. Þótt sjálfvirkni á fyrir þig straumnum sé það sem gerir TikTok einstakt þá er straumurinn ætlaður fjölda áhorfenda, allt frá unglingum til langömmu og langafa. Við hindrum dreifingu á tilteknu efni á fyrir þig straumnum sem er hugsanlega ekki viðeigandi fyrir breiðan hóp áhorfenda.

Við vitum að fyrir þig straumurinn veitir tækifæri til að ná til stórs hóps, sem hentar ekki öllum ungmennum. Efni sem er búið til af fólki yngra en 16 ára fær aldrei dreifingu á fyrir þig.

Efni sem fær ekki dreifingu á fyrir þig straumnum er enn hægt að finna á annan hátt, t.d. með leitarverkfærum eða með því að fylgja aðgangi. Einnig skal hafa í huga að ef myndskeið fær ekki mikið áhorf getur það verið vegna lítillar virkni í netsamfélaginu, frekar en vegna þess að það fái ekki dreifingu á fyrir þig straumnum. Höfundar geta notað greiningarverkfæri TikTok til að fylgjast með frammistöðu myndskeiða sinna.

Í leiðbeiningunum okkar er að finna viðmiðunarreglur um gjaldgengi fyrir þig strauminn. Hér er samandreginn „stuttur leiðarvísir“ um efni sem er ekki gjaldgengt fyrir þig.

ÚTILOKUN FYRIR ÞIG

Öryggi og vellíðan ungmenna

  • Sérhvert efni búið til af reikningshafa undir 16 ára

Hatursorðræða og hatursfull hegðun

  • Sumt efni sem notar staðalímyndir, dylgjur, eða óbeinar yfirlýsingar sem geta óbeint niðurlægt verndaða hópa

Átröskun og líkamsímynd

  • Birting, útlistun, kynning eða boð eða beiðni um leiðbeiningar fyrir mögulega skaðlega þyngdarstjórnun sem felur m.a. í sér:
    • Takmarkað lágkolvetnamataræði, með löngum föstuhléum
    • Notkun lyfja eða fæðubótarefna fyrir þyngdartap eða vöðvaaukningu, svo sem notkun vefaukandi stera
    • Æfingar sem ætlað er að stuðla að hröðu og verulegu þyngdartapi, svo sem þolæfingar sem fullyrt er að minnki mittismál iðkenda á einni viku
  • Kynning megrunar- eða vöðvaaukningarvara, svo sem að birta myndir fyrir og eftir
  • Kynning líkamsgerða sem taldar eru eftirsóknarverðar eða fullkomnar í tengslum við mögulega skaðlega þyngdarstjórnunarhegðun
  • Sýna eða hvetja til fegrunaraðgerða sem innihalda ekki aðvaranir um hætturnar, þar á meðal myndir fyrir og eftir, myndbönd af skurðaðgerðum og skilaboð þar sem rætt er um ónauðsynlegar fegrunaraðgerðir

Hættuleg hegðun og áskoranir

  • Að sýna athafnir sem fela í sér sýnilegan eða yfirvofandi vægan líkamlegan skaða eða hvetja til athafna sem eru líklegar til að valda vægum líkamlegum skaða

Nekt og líkamsútsetning

  • Sýnir hálfnakta fullorðna einstaklinga, sem klæðast aðeins geirvörtuhlífum eða eru í nærfötum sem hylja ekki nema lítinn hluta rasskinna
  • Sýna ungmenni í fatnaði sem sýnir mikla brjóstaskoru eða greinilegar útlínur ákveðinna viðkvæmra líkamshluta (kynfæri og geirvörtur)
  • Sýna ungbörn og smábörn (yngri en 4 ára) óbeint nakin eða með sýnilegar rasskinnar að hluta til

Kynferðislega tvírætt efni

  • Sýnir fullorðna einstaklinga í nánum kossi, kynferðislegri sviðsetningu eða við kynferðislega hegðun
  • Birting kynlífsvara

Átakanlegt grafískt efni

  • Sýnir:
    • Blóð úr mönnum eða dýrum
    • Grimmileg slagsmál
    • Grafísk myndskeið eða myndskeið sem geta misboðið fólki, en sem er í þágu almannahagsmuna að veita aðgang að, svo sem átök við löggæslufólk og afleiðingar sprengjuárása eða náttúruhamfara
    • Skáldað gróft ofbeldi
    • Efni sem getur valdið vanlíðan, sem getur valdið kvíða eða ótta, svo sem að sýna væg meiðsli og slys sem ekki eru alvarleg, dauð dýr, skyndihræðslu brellur og blóðugan farða
    • Vægt grafískt efni sem getur valdið viðbjóði, svo sem líkamsstarfsemi og líkamsvessar úr mönnum og dýrum (t.d. þvag eða æla) og nærmyndir af líffærum og ákveðnum dýrum (t.d. skordýrum og rottum)

Villandi upplýsingar

  • Samsæriskenningar sem eru tilhæfulausar og þar sem því er haldið fram að ákveðnir atburðir eða aðstæður séu framkvæmdar af leynilegum eða valdamiklum hópum, svo sem „stjórnvöldum“ eða „leynilegu samfélagi“
  • Villandi heilbrigðisupplýsingar, svo sem ósannaðar ráðleggingar um hvernig á að meðhöndla minniháttar veikindi
  • Efni sem sett er fram í villandi samhengi, svo sem að sýna mannfjölda á tónleikum og gefa í skyn að um pólitísk mótmæli sé að ræða
  • Rangar heimildir, svo sem sértæk tilvísun í tiltekin vísindaleg gögn til að styðja niðurstöðu sem stangast á við niðurstöður rannsóknarinnar
  • Óstaðfestar fullyrðingar sem tengjast neyðartilvikum eða atburði sem þróast
  • Hugsanlegar villandi upplýsingar um mikinn skaða meðan á yfirferð staðreynda stendur

Borgaraleg og kosningaleg heilindi

  • Óstaðfestar fullyrðingar um kosningar, svo sem ótímabæra fullyrðingu um að allir atkvæði hafi verið taldir eða taldir saman
  • Fullyrðingar sem gefa verulega ranga mynd af viðurkenndum borgaralegum upplýsingum, svo sem rangar fullyrðingar um texta frumvarps til Alþingis.

Fölsuð virkni

  • Efni sem felur í sér tilraun til að blekkja eða sannfæra aðra, í því skyni að afla fleiri gjafa eða annarra mælikvarða á vinsældir, svo sem „líkar við fyrir líkar við“ loforðum eða öðrum villandi hvatningum til að bregðast við efni

Ófrumlegt efni

  • Endurgert eða ófrumlegt efni sem er flutt inn eða hlaðið upp án nýrra eða skapandi breytinga, svo sem efni með sýnilegu vatnsmerki einhvers annars eða yfirsettu kennimerki
  • Efni í litlum gæðum, t.d. örstutt myndskeið og myndskeið sem eru samsett úr GIF-myndum

Fjárhættuspil

  • Sýnir eða fjallar á jákvæðan hátt um fjárhættuspil eða fjárhættuspilatengda hegðun, svo sem að kvikmynda einhvern að spila fjárhættuspil eða að segja eitthvað jákvætt um fjárhættuspil

Áfengi, tóbak og fíkniefni

  • Umræður um lyf eða önnur eftirlitsskyld efni (svo framarlega sem efnin eru ekki notuð eða sýnd)
  • Kynning áfengis og tóbaksvara
  • Sýnir fullorðna einstaklinga neyta óhóflegs magns áfengis

Birting upplýsinga um viðskiptatengsl og greiddar kynningar

  • Markaðsefni sem ekki fylgja áskildar upplýsingar með því að nota stillingar fyrir birtingu efnis

TikTok Í BEINNI

  • LIVE-efni sem hefur fyrst og fremst þann tilgang að beina fólki út úr kerfinu
  • LIVE-efni sem er ekki leyft til dreifingar á fyrir þig straumnum, þar á meðal LIVE-efni sem gestur deilir með mörgum gestum

Meiri upplýsingar

Verndaðir hópar eru einstaklingar eða samfélög sem deila vernduðum eiginleikum.

Mögulega skaðleg þyngdarstjórnun þýðir megrun, lyf eða líkamsþjálfun sem notuð er fyrir hratt eða mikið þyngdartap eða vöðvaaukningu og getur valdið langvarandi skaða á heilsu eða velferð.

Vægur líkamlegur skaði krefst líklega ekki læknismeðferðar og skapar ekki hættu á fötlun eða örkumlun. Þetta felur í sér litla skurði með lágmarks blóðtapi og minniháttar marbletti á líkamanum.

Viðkvæmir líkamshlutar eru kynfæri, rasskinnar og brjóst (þ.m.t. geirvarta og vörtubaugur).

Hálfnekt felur í sér að einstaklingur er nánast klæðalaus eða nánast (en þó ekki alveg) nakinn, þannig að nekt er gefin í skyn eða föt rétt hylja viðkvæmustu líkamshlutana.

Innilegir kossar eru kossar sem geta bent til kynferðislegrar örvunar eða upphafs kynferðislegra samskipta.

Kynferðisleg framsetning þýðir efni þar sem meðvituð áhersla er lögð á viðkvæmal íkamshluta undir klæðum með tækni á borð við upptöku, klippingu eða stöðu líkama fyrir framan myndavélina.

Kynferðisleg hegðun þýðir hegðun sem er ætlað að vera kynferðislega örvandi, þar á meðal framkoma eða endurteknar líkamshreyfingar sem leggja áherslu á viðkvæma líkamshluta og líkja eftir kynferðislegum athöfnum.

Kynlífsvara merkir hlut eða tæki sem ætlað er til kynferðislegs unaðar, svo sem kynlífsleikfang.

Rangar upplýsingar eru rangt eða villandi efni.

Villandi heilbrigðisupplýsingar sem geta valdið einhverjum skaða eru rangar eða villandi efni um meðferð eða forvarnir gegn líkamstjóni, heilkennum eða sjúkdómum sem eru ekki alvarlegar eða lífshættulegar.

Samsæriskenningar eru trú á óútskýrða atburði eða fela í sér að hafna almennt viðurkenndum skýringum á atburðum, og gefa í skyn að þeir hafi verið framkvæmdir af leynilegum eða valdamiklum einstaklingum eða hópum.

Efni sem sett er fram í villandi samhengi er óbreytt efni sem er sett fram úr samhengi og getur villt um fyrir fólki varðandi framvindu umfjöllunarefnis sem skiptir almenning máli.

Rangar heimildir er efni sem setur fram villandi tengingar eða ályktanir í tengslum við opinberar upplýsingar sem eru þekktar og njóta trausts, svo sem skýrslur frá rannsóknarstofnunum.

Fjárhættuspil er að veðja peningum (þar á meðal stafrænum gjaldmiðlum eins og Bitcoin) eða einhverju sem hefur fjárhagslegt virði á fyrirfram óráðna niðurstöðu í atburði, í þeim tilgangi að hagnast fjárhagslega.

Fjárhættuspilatengdar athafnir þýðir starfsemi sem ekki flokkast sem fjárhættuspil, en felur í sér svipaða hegðun og hefur í för með sér svipaða áhættu, svo sem samfélagsleg spilavíti og fjárhættuspilatengdur hugbúnaður.

Tóbaksvörur eru meðal annars vape-vörur, reyklausar eða reykmyndandi tóbaksvörur, gervinikótínvörur, rafrettur og aðrar rafnikótínvörur.

Eftirlitsskyld efni fela í sér lyfseðilsskyld lyf, ólyfseðilsskyld lyf, þrýstihylki og nítrítpoppara.