Birta 17. apríl 2024
Tekur gildi 17. maí 2024
Fyrir þig straumurinn er einstakur eiginleiki TikTok þar sem sérsniðið tillögukerfi er nýtt til að auðvelda þér að finna fjölbreytt efni, höfunda og efnisatriði. Til að ákvarða hverju er mælt með tekur kerfið mið af þáttum svo sem hvað hefur verið líkað við, hverju hefur verið deilt, athugasemdum, fjölbreytni efnis og vinsælum myndskeiðum. Kynntu þér betur tillögukerfið og verkfæri til að sérsníða tillögur.
Tiltekið efni getur verið í lagi ef horft er á það af og til, en orðið að vandamáli ef horft er á það aftur og aftur. Þetta getur t.d. verið efni sem tengist mataræði, öfgakenndri líkamsrækt, kynferðislegri tvíræðni, depurð (svo sem yfirlýsingar um vonleysi eða deiling tilvitnana sem lýsa depurð) og yfirborðslegum upplýsingum um geðheilsu (svo sem spurningalista sem fullyrt er að hafi greiningarvægi). Slíkt efni gæti verið leyft á fyrir þig straumnum en við munum rjúfa mynstur síendurtekins áhorfs til að tryggja að efnið sé ekki skoðað of oft. Kynntu þér hvernig við nálgumst verndun og fjölbreytni tillagna.
Skilyrðin sem við notum til að skilgreina hvað er leyft til dreifingar á fyrir þig straumnum miða að því að hafa öryggi í forgangi og tengjast fjölbreytni samfélagsins okkar og menningarlegum siðvenjum. Þótt sjálfvirkni á fyrir þig straumnum sé það sem gerir TikTok einstakt þá er straumurinn ætlaður fjölda áhorfenda, allt frá unglingum til langömmu og langafa. Við hindrum dreifingu á tilteknu efni á fyrir þig straumnum sem er hugsanlega ekki viðeigandi fyrir breiðan hóp áhorfenda.
Við vitum að fyrir þig straumurinn veitir tækifæri til að ná til stórs hóps, sem hentar ekki öllum ungmennum. Efni sem er búið til af fólki yngra en 16 ára fær aldrei dreifingu á fyrir þig.
Efni sem fær ekki dreifingu á fyrir þig straumnum er enn hægt að finna á annan hátt, t.d. með leitarverkfærum eða með því að fylgja aðgangi. Einnig skal hafa í huga að ef myndskeið fær ekki mikið áhorf getur það verið vegna lítillar virkni í netsamfélaginu, frekar en vegna þess að það fái ekki dreifingu á fyrir þig straumnum. Höfundar geta notað greiningarverkfæri TikTok til að fylgjast með frammistöðu myndskeiða sinna.
Í leiðbeiningunum okkar er að finna viðmiðunarreglur um gjaldgengi fyrir þig strauminn. Hér er samandreginn „stuttur leiðarvísir“ um efni sem er ekki gjaldgengt fyrir þig.
ÚTILOKUN FYRIR ÞIG
Hatursorðræða og hatursfull hegðun
Borgaraleg og kosningaleg heilindi
Birting upplýsinga um viðskiptatengsl og greiddar kynningar
Meiri upplýsingar
Verndaðir hópar eru einstaklingar eða samfélög sem deila vernduðum eiginleikum.
Mögulega skaðleg þyngdarstjórnun þýðir megrun, lyf eða líkamsþjálfun sem notuð er fyrir hratt eða mikið þyngdartap eða vöðvaaukningu og getur valdið langvarandi skaða á heilsu eða velferð.
Vægur líkamlegur skaði krefst líklega ekki læknismeðferðar og skapar ekki hættu á fötlun eða örkumlun. Þetta felur í sér litla skurði með lágmarks blóðtapi og minniháttar marbletti á líkamanum.
Viðkvæmir líkamshlutar eru kynfæri, rasskinnar og brjóst (þ.m.t. geirvarta og vörtubaugur).
Hálfnekt felur í sér að einstaklingur er nánast klæðalaus eða nánast (en þó ekki alveg) nakinn, þannig að nekt er gefin í skyn eða föt rétt hylja viðkvæmustu líkamshlutana.
Innilegir kossar eru kossar sem geta bent til kynferðislegrar örvunar eða upphafs kynferðislegra samskipta.
Kynferðisleg framsetning þýðir efni þar sem meðvituð áhersla er lögð á viðkvæmal íkamshluta undir klæðum með tækni á borð við upptöku, klippingu eða stöðu líkama fyrir framan myndavélina.
Kynferðisleg hegðun þýðir hegðun sem er ætlað að vera kynferðislega örvandi, þar á meðal framkoma eða endurteknar líkamshreyfingar sem leggja áherslu á viðkvæma líkamshluta og líkja eftir kynferðislegum athöfnum.
Kynlífsvara merkir hlut eða tæki sem ætlað er til kynferðislegs unaðar, svo sem kynlífsleikfang.
Rangar upplýsingar eru rangt eða villandi efni.
Villandi heilbrigðisupplýsingar sem geta valdið einhverjum skaða eru rangar eða villandi efni um meðferð eða forvarnir gegn líkamstjóni, heilkennum eða sjúkdómum sem eru ekki alvarlegar eða lífshættulegar.
Samsæriskenningar eru trú á óútskýrða atburði eða fela í sér að hafna almennt viðurkenndum skýringum á atburðum, og gefa í skyn að þeir hafi verið framkvæmdir af leynilegum eða valdamiklum einstaklingum eða hópum.
Efni sem sett er fram í villandi samhengi er óbreytt efni sem er sett fram úr samhengi og getur villt um fyrir fólki varðandi framvindu umfjöllunarefnis sem skiptir almenning máli.
Rangar heimildir er efni sem setur fram villandi tengingar eða ályktanir í tengslum við opinberar upplýsingar sem eru þekktar og njóta trausts, svo sem skýrslur frá rannsóknarstofnunum.
Fjárhættuspil er að veðja peningum (þar á meðal stafrænum gjaldmiðlum eins og Bitcoin) eða einhverju sem hefur fjárhagslegt virði á fyrirfram óráðna niðurstöðu í atburði, í þeim tilgangi að hagnast fjárhagslega.
Fjárhættuspilatengdar athafnir þýðir starfsemi sem ekki flokkast sem fjárhættuspil, en felur í sér svipaða hegðun og hefur í för með sér svipaða áhættu, svo sem samfélagsleg spilavíti og fjárhættuspilatengdur hugbúnaður.
Tóbaksvörur eru meðal annars vape-vörur, reyklausar eða reykmyndandi tóbaksvörur, gervinikótínvörur, rafrettur og aðrar rafnikótínvörur.
Eftirlitsskyld efni fela í sér lyfseðilsskyld lyf, ólyfseðilsskyld lyf, þrýstihylki og nítrítpoppara.