Síðast uppfært: 7. júní 2021
TikTok virðir hugverkarétt annarra og við ætlumst til hins sama af þér. Samkvæmt þjónustuskilmálum TikTok og reglum netsamfélagsins er bannað að birta, deila eða senda efni sem brýtur á eða brýtur í bága við höfundarrétt, vörumerkjarétt eða hugverkarétt af öðrum toga.
Höfundarréttur
Höfundarréttur er lagalegur réttur sem verndar upprunaleg verk höfunda (t.d. tónlist, myndbönd o.s.frv.). Yfirleitt verndar höfundarréttur upprunalega tjáningu hugmyndar (t.d. tiltekinn hátt sem myndband eða tónlist er tjáð eða sköpuð) en verndar ekki undirliggjandi hugmyndir eða staðreyndir.
Brot á höfundarrétti
Við leyfum ekkert efni sem brýtur gegn höfundarrétti. Notkun á höfundarréttarvörðu efni annarra án viðeigandi heimildar eða af gildum lagalegum ástæðum kann að vera brot á reglum TikTok.
Hins vegar er óheimil notkun á höfundarréttarvörðu efni ekki alltaf flokkuð sem brot. Í mörgum löndum eru veittar undanþágur frá brotum á höfundarrétti sem leyfa notkun á höfundarréttarvörðu efni við tilteknar aðstæður án fenginna heimilda. Slíkar undanþágur eru m.a. ákvæði um sanngjarna notkun í Bandaríkjunum og lögmæt, sanngjörn not í Evrópusambandinu (eða jafngildar undanþágur samkvæmt gildandi lögum í öðrum löndum).
Efni fjarlægt, reikningi lokað eða eytt
Allt efni sem brýtur gegn höfundarrétti annarra aðila kann að vera fjarlægt. Reikningnum kann að vera lokað tímabundið eða alfarið vegna fjölda tilvika um brot á höfundarrétti í tengslum við notkun vefsvæða eða forrita TikTok, eða annarra brota gegn þjónustuskilmálunum og reglum netsamfélagsins. Við áskiljum okkur rétt til að neita reikningshöfum sem hafa notað reikninga sína til óviðeigandi aðgerða að opna nýja reikninga á vefsvæði eða í forriti TikTok, eða reikninga sem eru að öðru leyti hýstir af TikTok.
Upplýsingar fyrir rétthafa:
Tilkynning um brot gegn höfundarrétti
Yfirleitt eru slík mál fljótar til lykta leidd með því að hafa beint samband við notandann og slíkt kann að vera gagnlegra fyrir þig, umræddan notanda og netsamfélag okkar. Þú getur einnig fyllt út tilkynningu um brot á höfundarrétti og beðið um að meint efni sem brýtur gegn höfundarrétti verði fjarlægt.
Allar kvartanir verða að innihalda upplýsingarnar sem beðið er um í eyðublaði okkar um brot á höfundarrétti á netinu. Þegar áskildar upplýsingar vantar kann slíkt að takmarka getu okkar til að rannsaka kvörtun þína og kann að leiða til þess að henni verði hafnað.
Við kunnum að láta reikningshafanum í té tengiliðaupplýsingar þínar, þ.m.t. netfang og nafn höfundarréttarhafans og/eða frekari upplýsingar um kvörtunina.
Hafðu samt í huga áður en þú sendir inn tilkynningu að innsending skýrslu sem er viljandi misvísandi eða sviksamleg kann að vera skaðabótaskyld samkvæmt lið f í 512. kafla bandarískra höfundarréttarlaga (DMCA) eða samkvæmt svipuðum lögum í öðrum löndum.
Þegar þú sendir okkur tilkynningu eða skýrslu um brot á höfundarrétti kunnum við að hafa samband við þig ef frekari spurningar skyldu vakna varðandi skýrsluna eða tilkynninguna. Hafðu í huga að TikTok er ekki í aðstöðu til að leysa úr ágreiningi á milli þriðju aðila og getur hugsanlega ekki fjarlægt efnið eða lokað reikningnum sem þú tilkynntir um. Hins vegar gætir þú haft samband við aðilann sem birti efnið eða á reikninginn og reynt að leysa úr ágreiningnum á beinan hátt.
Tilskipun ESB um höfundarrétt
Samkvæmt 17. grein tilskipunar um höfundarrétt (EB 2019/790) verður þú að fylla út þetta eyðublað ef þú vilt veita TikTok heimild til að opna fyrir aðgang að höfundarréttarvörðu efni þínu á TikTok. Við förum yfir beiðnina og höfum síðan samband við þig.
Þú verður að fylla út þetta eyðublað ef þú vilt biðja um að tónlistin þín eða hljóð- og myndefni þitt verði ekki tiltækt innan ESB. Þú verður að láta TikTok í té viðeigandi og áskildar upplýsingar um þig og höfundarréttarvarin verk þín til að hægt sé að taka beiðnina til greina. Þegar TikTok fær slíkar upplýsingar í hendur og hægt er að staðfesta beiðni þína, munum við gera okkar besta til að sjá til þess að höfundarréttarvarið efni þitt sé ekki aðgengilegt á TikTok innan ESB.
Hafðu í huga að samkvæmt lagalegum skuldbindingum sér TikTok notendum og rétthöfum fyrir ferli til úrlausnar deilumála varðandi brot á höfundarrétti, en rétthafar geta áfram leitað réttar síns fyrir dómstólum.
Upplýsingar fyrir notendur: Gagntilkynning um brot á höfundarrétti
Ef þú ert notandi utan Evrópusambandsins
Þegar þú færð tilkynningu um brot á höfundarrétti sem þú telur vera ranga eða telur þig hafa heimild til að nota efnið sem um ræðir getur þú haft samband við eiganda höfundarréttarins beint og beðið um að viðkomandi dragi tilkynninguna til baka.
Þú getur einnig sent okkur gagntilkynningu með því að fylla út eyðublað okkar fyrir gagntilkynningu. Allar gagntilkynningar verða að innihalda upplýsingarnar sem tilgreindar eru í eyðublaðinu fyrir gagntilkynningu. Þegar áskildar upplýsingar vantar kann slíkt að takmarka getu okkar til að rannsaka beiðni þína og kann að leiða til þess að gagntilkynningunni verði hafnað.
Þú verður að sýna þolinmæði, ferli gagntilkynningar getur tekið töluverðan tíma. Á meðan ferlinu stendur getur krefjandi höfundarréttar hafið lögsókn í því skyni að fá dómsúrskurð til að fjarlægja efni samkvæmt bandarískum höfundarréttarlögum (DMCA) eða svipuðum lögum í öðrum löndum. Hafðu í huga að þegar slíkt á við og er heimilað samkvæmt lögum munum við áframsenda gagntilkynninguna til aðilans sem lagði fram upprunalegu tilkynninguna ásamt öllum tengiliðaupplýsingum sem þú lætur í té, samkvæmt þjónustuskilmálum og persónuverndarstefnu okkar. Krefjandi kann að nota slíkar upplýsingar til að höfða dómsmál á hendur þér.
Í tilvikum þegar okkur berst ekki tilkynning um að aðilinn sem lagði fram upphaflegu tilkynninguna leiti eftir dómsúrskurði til að koma í veg fyrir frekari brot á umræddu efni, kunnum við að skipta út eða hætta við að hindra aðgang að efninu sem var fjarlægt ef efnið brýtur ekki á höfundarrétti þriðja aðila. TikTok tekur eitt ákvörðun um að endurbirta efni af hvaða toga sem er.
Ef þú ert notandi innan Evrópusambandsins
Fylltu út eyðublað fyrir gagntilkynningu ef þú færð tilkynningu um brot á höfundarrétti og telur að þú hafir rétt á að birta efnið sem um ræðir.
Samkvæmt lögum Evrópusambandsins hafa notendur heimild til að nota höfundarréttarvarið efni án leyfis frá höfundarréttarhafa til tilvitnunar, gagnrýni, umsagnar og til skopstælingar, afbökunar eða stælingar, að því gefnu að slík notkun sé sanngjörn. Einnig kunna aðrar undantekningar að vera í gildi innan tiltekinna aðildarlanda ESB. Hér á eftir eru frekari upplýsingar um undantekningar og takmarkanir höfundarréttar innan ESB:
- Tilvitnanir, gagnrýni og umsagnir
Tilvitnun er notkun útdráttar úr höfundarréttarvörðu efni t.d. til að varpa ljósi á staðhæfingu, verja sjónarmið eða taka þátt í rökræðum. Einnig er hægt að nota tilvitnanir til að gagnrýna höfundarréttarvarið efni (t.d. kvikmyndagagnrýni) eða skrifa umsögn um slíkt efni (t.d. umsögn um bók eða hljómplötu).
- Skopstælingar, afbakanir og stælingar
Skopstælingar snúast um að ýkja eða afskræma veruleikann, yfirleitt á gamansaman hátt. Afbakanir vísa til höfundarréttarvarins efnis en eru augljóslega frábrugðnar upprunalega efninu og ætti því að líta á sem gamansemi eða hæðni. Stælingar fela yfirleitt í sér tiltekna eiginleika annarra verka eða stíl slíkra verka í nýjum búningi.
Notkun á höfundarréttarvörðu efni verður að vera sanngjörn til að slík notkun geti flokkast sem undantekning eða takmörkun. Slíkt felur í sér að slík notkun verði að vera, þegar slíkt á við: (i) ekki lengri en nauðsynlegt getur talist, (ii) fylgja fullnægjandi viðurkenning á frumheimildinni og (iii) ekki skaða á ósanngjarnan hátt lögmæta hagsmuni rétthafa.
Myndskeið sem um gilda undanþágur eða takmarkanir hvað höfundarrétt varðar falla áfram undir reglur netsamfélagsins. Þar af leiðandi skulu slík myndskeið ekki innihalda hatursorðræðu né fela í sér hatursfulla hegðun, eða nota slík myndskeið til að misnota, hæðast að, niðurlægja, gera lítið úr, ógna eða valda nokkrum einstaklingi skaða.
Hafðu í huga að samkvæmt lagalegum skuldbindingum sínum sér TikTok notendum og rétthöfum fyrir ferli til úrlausnar deilumála varðandi brot á höfundarrétti, en notendur geta áfram leitað réttar síns fyrir dómstólum.
Vörumerki
Vörumerki er orð, tákn, slagorð, hönnun eða blanda þeirra sem auðkennir uppruna vöru eða þjónustu og aðgreinir slíkar vörur eða þjónustu frá öðrum vörum og annarri þjónustu.
Brot gegn vörumerki
Lög um vörumerki banna brot gegn vörumerkjum, en slík brot eru yfirleitt óheimil notkun á vörumerki eða þjónustumerki í tengslum við vörur eða þjónustu á máta sem gæti valdið ruglingi varðandi uppsprettu, uppruna, forsvar eða tengsl viðkomandi vara og/eða þjónustu.
Hins vegar telst notkun vörumerkis annarra aðila þegar vísað er nákvæmlega til þess, höfð eru uppi lögmæt ummæli um það, eða til gagnrýni, skopstælingar eða umsagnar um vörur og þjónustu eiganda vörumerkisins í því skyni að bera slíkt saman við aðrar vörur og þjónustu, þar sem merkið er hvorki notað til að vísa til vara eða þjónustu í eigu notandans né þriðja aðila, ekki vera brot á reglum okkar. Á sama hátt er yfirleitt heimilt að búa til aðdáendasíðu vörumerkis, jafnvel án heimildar frá vörumerkinu, að því gefnu að þú segist ekki tala fyrir hönd eða tengjast á nokkurn hátt vörumerkinu eða á annan hátt brýtur gegn hugverkarétti vörumerkisins.
Efni fjarlægt, reikningi lokað eða eytt
Allt efni sem brýtur gegn höfundarrétti annarra kann að vera fjarlægt. Endurtekin brot á vörumerkjarétti í tengslum við notkun á vefsvæði eða forriti TikTok eða önnur brot á þjónustuskilmálum okkar og reglum netsamfélagsins kunna að valda því að reikningi notanda verði lokað eða eytt. Við áskiljum okkur rétt til að neita reikningshöfum sem hafa notað reikninga sína til óviðeigandi aðgerða að opna nýja reikninga á vefsvæði eða í forriti TikTok, eða reikninga sem eru að öðru leyti hýstir af TikTok.
Kvörtun og tilkynning varðandi vörumerki
Yfirleitt eru slík mál fljótar til lykta leidd með því að hafa beint samband við notandann og slíkt kann að vera gagnlegra fyrir þig, umræddan notanda og netsamfélag okkar. Þú getur einnig lagt fram skýrslu um brot gegn vörumerki.
Allar kvartanir verða að innihalda upplýsingarnar sem beðið er um í eyðublaði okkar um brot gegn vörumerki á netinu. Þegar áskildar upplýsingar vantar kann slíkt að takmarka getu okkar til að vinna úr kvörtunum þínum og kann að leiða til þess að beiðni þinni verði hafnað. Við kunnum að láta reikningshafa tengiliðaupplýsingar þínar í té, þ.m.t. netfang og nafn eiganda vörumerkisins og/eða frekari upplýsingar um kvörtunina í samræmi við þjónustuskilmála og persónuverndarstefnu okkar.
Hafðu samt í huga áður en þú sendir inn tilkynningu að í tilteknum löndum kann skaðabótaskylda að liggja við ef misvísandi eða röng skýrsla er vísvitandi send inn.
Gagntilkynning um brot á vörumerki
Þegar þú færð tilkynningu um brot á vörumerki sem þú telur vera ranga eða telur þig hafa heimild til að nota efnið sem um ræðir getur þú haft samband við eiganda vörumerkisins beint og beðið um að viðkomandi dragi tilkynninguna til baka.
Þú getur einnig sent okkur gagntilkynningu með því að fylla út eyðublað okkar fyrir gagntilkynningu á netinu. Allar gagntilkynningar verða að innihalda upplýsingarnar sem tilgreindar eru í eyðublaðinu fyrir gagntilkynningu á netinu. Þegar áskildar upplýsingar vantar kann slíkt að takmarka getu okkar til að rannsaka beiðni þína og kann að leiða til þess að gagntilkynningunni verði hafnað.
Almennar athugasemdir
Þú berð ábyrgð á efninu sem þú birtir sem notandi TikTok. Leitaðu lögfræðiaðstoðar ef spurningar vakna varðandi lög um höfundarrétt og vörumerki, eins og spurningar um hvort að efni þitt eða notkun þín á nafni eða vörumerki annars aðila brjóti á eða á annan hátt gangi á rétt annars aðila. Í tilvikum þegar þú ert ekki viss um hvort að efnið sem þú ætlar að tilkynna okkur um brjóti gegn eða gangi á annan hátt á rétt annars aðila, ættir þú hugsanlega að leita lögfræðiaðstoðar áður en þú sendir okkur tilkynningu um slíkt efni.
Viðbótartungumál (einnig eru upplýsingar um önnur tiltæk tungumál að finna í tungumálastillingum)
- Búlgarska: български
- Króatíska: Cruatu
- Danska: Dansk
- Eistneska: Eesti keel
- Lettneska: Latviski
- Litáíska: Lietuvių
- Norska: Norsk
- Slóvakíska: Slovenský